top of page

Þróunarverkefni 

Sjá, snerta, skynja og skapa 

Frumkvöðlar: Helga Guðlaugsdóttir deildarstjóri, Oddný Stefanía Stefánsdóttir deildarstjóri.

Ábyrgðarmaður: Anna Greta Ólafsdóttir, leikskólastjóri Leikskólans Leikholts.

Markmið verkefnisins: ,, Sjá, snertra, skynja og skapa" er þróunarverkefni sem miðar út frá því að að veita börnum á aldrinum 1-2 ára tækifæri til að upplifa og skapa í umhverfi sem leggur áherslu á skynjun og sköpun. Með kaupum á sullukeri og með því að útbúa leiðarvísi, ætlum við að skapa umhverfi sem hvatar til skapandi hugsunar og skapandi leiks.

 

Mikilvægi sköpunar og skynjunar fyrir börn á aldrinum 1-2 ára: Á þessum mikilvæga þroskaaldri eru börn í miklum hraða þroska og upplifa heiminn með fjölbreyttum skynjunaraðferðum. Skapandi leikur og sköpunarstarf eru lykilþættir í þroska þeirra, þar sem þau læra með því að gera tilraunir og skoða heiminn með öllum skynfærum sínum. Verkefninu er ætlað að efla leikskólann í að vinna með vitsmuna-, tilfinninga- og félagslega þroska barnanna.

 

Skipulag og tímasetningar: Gerð leiðarvísisins (leiðarvísir/kennsluefni) er hugsað sem verkefni utan vinnutíma umsækjenda og er því styrkurinn bæði hugsaður til þess að kaupa sullukarið og greiða fyrir vinnu við gerð leiðarvísisins. Til þess að verkefnið skili sem mestum árangri teljum við nauðsynlegt að gera leiðarvísirinn og innleiða hann. Leiðarvísirinn mun innihalda hugmyndir að verkefnum með sullukerinu sem stuðlar að þróun tilfinningalegs og vitsmunalegs þroska barnanna.

 

Kostnaðaráætlun: Sótt var er um styrk í þróunarsjóð Skeiða- og Gnúpverjahrepps að upphæð 391.200 krónur til að kaupa sulluker og vinna leiðarvísi fyrir leikskólann. Sullukarið kostar 300.000 krónur og yrði eign leikskólans og gert er ráð fyrir að gerð leiðarvísis vinni umsækjendur í frítíma sínum og að sú vinna taki um 8 klukkustundir og miðað er við 5.700 krónur á tímann (sama upphæð og unnið er með í Uppbyggingasjóði Suðurlands). Sem gera 91.200 krónur alls en hvor um sig fengi um 45.600 krónur. Leiðarvísirinn yrði einnig eign leikskólans. Enginn annar styrkur hefur verið fenginn til þessa verkefnis.

 

Ávinningur fyrir skólasamfélagið: Verkefnið eflir faglegt starf leikskólans með það að marki að börnin njóti ávinningsins. Verkefnið stuðlar að skapandi hugsun, félagslegri samvinnu og sköpunar hjá börnunum sem þau búa að út æviskeiðið. Leiðarvísirinn mun auðvelda starfsfólki og sérstaklega nýju starfsfólki að nýta sér kerið í vinnu með börnunum. Leiðarvísirinn og sullukarið yrðu eign leikskólans. Verkefnið er því í samræmi við markmið og stefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps um að nota skapandi og verklega nálgun í öllu skólastarfinu.


Innigarður

Frumkvöðlar: Sára A. Herczeg stýrir verkefninu fyrir hönd sjálfsbærninefndar Leikholts, með henni í verkefninu eru Alexandra Mróz, Eydís Moon Guðmundsdóttir, Paulina Koltan og Urszula Pigiel.

Ábyrgðmaður: Anna Greta Ólafsdóttir, leikskólastjóri

Innigarður“ Kynning verkefnsins: Uppsetning á lóðréttum upplýstum inni vatnsræktagarð með leiðbeinginum frá „Fræ til framtíðar“.

 

Tilgangur verkefnisins er að efla kunnátta starfsfólks að rækta og kenna börnunum ræktun ásamt því að flétta ræktun inn í daglegt starf á leikskólanum. daglega leikskólastarfinu.

Markmið:

• Að tryggja nemendum tækifæri að rækta matjurtir allt árið í kring.

• Að kenna börnum hvaðan maturinn kemur og hvernig hann verður til.

• Að skapa möguleiki fyrir nemendur að búa til matinn sinn sjálf.

• Að skapa möguleiki fyrir nemendur að láta röddina sína að heyrast (lýðræðisleg menntun) og taka eigin ákvarðanir um mat.

• Efla kunnáttan um sjálfbærni, hringrás vatnsins, hringrás lífsins, endurvinnslu og endurnýtingu.

 

Fyrirkomulag og skipulag:

• Að hanna lóðréttan vatnsræktagarð með leiðbeiningum frá „Fræ til framtíðar“, börnin í Vörðufelli og Heklu taka þátt í hönnunarvinnu og undirbúningi verkefnisins (t.d. að finna til efni sem er hægt að endurvinna í verkefninu)

• Vatnsræktagarð verður smíðaður í FabLab Selfossi, líkt og aðrir hafa gert.

• Sjálfbærninefnd leikskólans og áhugasamt starfsfólk skólans myndu fá fræðslu um notkun garðsins frá „Fræ til framtíðar“ – fræðslan færi fram á starfsdegi.

• Garðurinn verður sett upp og börnin sá plöntum og fylgjast með þeim vaxa.

• Búa til skipulag um viðhald garðsins

• Skráningar eru mikilvægar

• Endurmat og þróa framhald áætlununar

 

Tímaáætlun: Verkefni fer fram í skólaárinu 2024-2025. Hönnunarvinna hefjast í ágúst 2024, garðurinn yrði settur upp í síðasta lagi í október 2024 og notað yfir vetur fram í maí. Maí og júní mánuðir eru notaðir í endurmat og í að áætla umbætur fyrir næsta vetur. Greinargerð verður skilað í lok júní. Kostnaðaráætlun: Tveir svona kosta saman 220.000 kr. með sendingakostnaði

 

Ávinningar fyrir skólasamfélagið: Ávinningar fyrir börnin eru að fá að rækta matjurtir yfir vetur, innigarð er mikið þróun í umhverfi barnanna, það er holl, gott og skemmtilegt að eyða dagana í umhverfinu með plönturnar. Börnin fengu fjölbreytt og skemmtilegt verkefni hvar þau geta skapað, hannað og upplifa afrakstur eigin verks. Fyrir leikskólastarfsfólk er þetta tækifæri að kenna um umhverfinu á skemmtilegum, fjölbreyttum og áhugaverðan hátt. En innigarðurinn er einnig ávinningur fyrir skólasamfélaginu í víðan skilningu, eins og foreldrar, ömmur og afar og í rauninni allar sem koma inn í matsal og vitna verkefninu.


Á skíðum skemmti ég mér

Frumkvöðlar: Sigríður Björk Gylfadóttir og Halla Rún Erlendsdóttir, leikskólanum Leikholti.

Ábyrgðarmaður: Anna Greta Ólafsdóttir leikskólastjóri

 

Markmið verkefnisins "Á skíðum skemmti ég mér" er að efla útivistarkennslu barna í Leikholti og að veita öllum börnum á aldrinum 2-5 ára tækifæri til að kynnast skíðaíþróttinni og öðlast jafnvægi og öryggi á gönguskíðum. Þetta verkefni er í anda nýrrar skólastefnu sveitarfélagsins og er ætlað að örva líkamsfærni og jafnvægi barnanna og efla markvissa útivistarkennslu í leikskólanum.

 

Skipulag og tímasetningar:Áætlað er að kaupa búnaðinn á útsölum núna í apríl/maí á þessu ári. Innleiðing verkefnisins hefst svo á fullum krafti við fyrsta tækifæri næsta vetur. Verkefnið er langtímaverkefni sem ætlað er að nái fótfestu innan skólans og verði hluti af daglegu starfi skólans um ókomna tíð. Fyrirkomulag kennslunar: Fyrstu skiptin eru ákveðin að vera mest í 20 mínútur fyrir hvert barn, lengist svo eftir færni og áhuga þeirra. Eftir þessi fyrstu skipti verður þeim fylgt upp og haldið utan um skráningu.

 

Kostnaðaráætlun: Sótt var um styrk í þróunarsjóð Skeiða- og Gnúpverjahrepps að upphæð 450.000 krónur til að kaupa fjögur pör af barnaskíðum með bindingum, um átta pör af mismunandi skóstærðum fyrir börn og ein fullorðinsskíði og tvö pör af fullorðinsskóm. Kostnaðaráætlun miðar við að hægt verði að kaupa vörurnar á góðum afslætti núna í vor. Enginn annar styrkur hefur verið fenginn til þessa verkefnis.

 

Ávinningur fyrir skólasamfélagið: Með þessu verkefni munum við bæta við markvissa útivistar og íþróttakennslu fyrir börn á leikskólaaldri og stuðla að heilbrigði og vellíðan þeirra. Þetta verkefni er í samræmi við nýja skólastefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps og mun gagnast í að örva samhæfingu, úthald og styrk hjá börnum á leikskólaaldri. Ávinningur fyrir börnin: Mikilvægi hreyfingar og útivistar fyrir börn eru ótvíræð. Rannsóknir hafa sýnt að hreyfing og útivist hafa mikilvæg áhrif á heilsu og vellíðan barna. Útivist býður börnum upp á tækifæri til að nýta sér náttúruna sem námsaðstöðu, þar sem þau geta skynjað umhverfið á nærandi hátt. Þetta náttúrulega námsumhverfi sem verkefnið snýst um, örvar skapandi hugsun, vitsmunalega þroska og líkamlega hreyfingu. Hreyfing hjálpar börnum að þróa hreyfigetu, samhæfingu, og styrk. Auk þess að geta bætt úthald og andlega heilsu. Vetraríþróttir líkt og gönguskíði geta aukið sjálfstraust barna, stuðlað að samvinnu og gleði. Með þessu verkefni "Á skíðum skemmti ég mér" er markmiðið að veita börnum tækifæri til að skemmta sér í útivistarumhverfi og læra nýja hreyfiferla á skíðum og í leiðinni efla líkamlegan og andlega þroska barnanna.

bottom of page